Hjalti Atlason, Golfklúbbi Kiðjabergs, lauk leik á fyrsta hring Íslandsmótsins á Kiðjabergi í kvöld á 72 höggum og er í 7. sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum.
Hlynur Geir Hjartarson, GK, lék einnig á 72 höggum en aðrir sunnlenskir kylfingar eru neðar.
Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbs Kiðjabergs, var ánægður með fyrsta keppnisdaginn. „Undirbúningurinn hefur staðið í þó nokkurn tíma og það er alltaf gaman þegar þetta loksins byrjar. Mér sýnist mótið fara vel af stað og veðrið lék við okkur í dag. Við áttum í smá erfiðleikum með netsambandið í morgun, en vonandi gerist það ekki aftur,“ segir Jóhann og bætir við að um fimmtíu sjálfboðaliðar vinni við mótið enda enda í mörg horn að líta. „Án þeirra væri þetta ekki mögulegt.“
Staða efstu manna eftir fyrsta hring:
1 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 68
2 Sigurpáll Geir Sveinsson, GK 69
T3 Heiðar Davíð Bragason, GHD 71
T3 Sigmundur Einar Másson, GKG71
T3 Davíð Gunnlaugsson, GKJ 71
T3 Örvar Samúelsson, GA 71
T7 Hjalti Atlason, GKB 72
T7 Hlynur Geir Hjartarson, GK 72
T7 Örn Ævar Hjartarson, GS 72
T7 Ólafur Már Sigurðsson, GR 72
T7 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 72
Staða sunnlenskra golfara eftir fyrsta hring:
T12 Halldór X. Halldórsson, GKB 74
T42 Andri Már Óskarsson, GHR 78
T67 Gunnar Snær Gunnarson, GKB 81
T67 Þorsteinn Hallgrímsson, Tudda 81
T67 Hallsteinn Traustason, GÖ 81
T75 Sigurjón Sigmundsson, GÖ 82
T85 Snorri Hjaltason, GKB 83
T85 Gunnar Marel Einarsson, GH 83
T91 Guðmundur Örn Guðmundsson, GÖ 85
Að loknum 2. hring á morgun verður skorið niður og 72 efstu kylfingarnir spila síðustu tvo keppnisdagana.