Hjörtur í 12. sæti

Þorlákshafnarbúinn Hjörtur Már Ingvarsson hefur lokið keppni á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fer í Hollandi.

Hjörtur synti í morgun í 100 m skriðsundi og varð 12. í flokki hreyfihamlaðra á tímanum 1:42,35 mín.

Hjörtur setti þrjú Íslandsmet á mótinu, í 50 m og 200 m skriðsundi. Þar að auki var millitími Hjartar eftir 100 m í 200 m sundinu 1:40,64 mín sem er einnig Íslandsmet í hans flokki.

Fyrri greinStórsýning viðbragðsaðila í Hveragerði
Næsta greinHamingjan leysist úr læðingi