Hjörtur Már Ingvarsson frá Þorlákshöfn hafnaði í 7. sæti og stórbætti eigið Íslandsmet í úrslitum í 200 m skriðsundi í flokki S5 á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í kvöld.
Hjörtur Már náði frábæru sundi og kom í mark á 3:10,84 mínútum en fyrra Íslandsmet hans var 3:16,33 mínútur.
Í undanrásunum í morgun synti Hjörtur á 3:16,49 en millitíminn á 100 metrunum var nýtt Íslandsmet í 100 m skriðsundi en Hjörtur var þá á 1:33.44 mín.
Mótið fer að þessu sinni fram í Montréal í Kanada.