HK sigraði Hauka 29-21 í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta sem lauk á Selfossi í gær. Selfyssingar urðu í 4. sæti.
Selfyssingar töpuðu fyrir HK, 27-34, á fimmtudag en unnu Aftureldingu 25-21 á föstudag. Selfyssingar mættu því Fram í leik um 3. sætið þar sem Framarar höfðu betur, 24-28.
Grótta og Afturelding léku um 5. sætið þar sem Mosfellingar sigruðu, 32-30.
HK-menn fengu flestöll leikmannaverðlaun mótsins. Bjarki Már Elíasson var valinn besti leikmaðurinn en hann var einnig markahæstur með 27 mörk. Félagar hans í HK, Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Björn Ingi Friðþjófsson voru valdir besti varnarmaðurinn og besti markmaðurinn. Gylfi Gylfason í Haukum var valinn besti sóknarmaður mótsins.