Tveir leikir fóru fram á Ragnarsmótinu í handbolta í kvöld. Afturelding vann Gróttu 20-19 og HK vann Selfoss 28-27.
Í fyrri leik kvöldsins vann Afturelding sigur á Gróttu, 20-19, en staðan í hálfleik var 13-11 Aftureldingu í vil. Jóhann Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu og Vilhjálmur Hauksson sex mörk fyrir Gróttu.
Í seinni leik kvöldsins vann HK Selfoss, 28-27, í hörkuleik eftir að Selfoss hafði verið yfir í hálfleik 14-12.
Andri Hrafn Hallsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Hörður Másson skoraði 6 og Sverrir Pálsson 5. Ómar Helgason, Árni Felix Gíslason, Jóhannes Snær Eiríksson og Matthías Halldórsson skoruðu allir 2 mörk og Jóhann Erlingsson 1. Hjá HK var Jóhann Gunnlaugsson markahæstur með 5 mörk.