„Hlakka til að taka næsta skref með liðinu“

Dean Martin. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Dean Martin, þjálfari karlaliðs Selfoss í knattspyrnu, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Dean stýrði Selfyssingum upp í Lengjudeildina á nýliðnu tímabili en liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar.

„Ég er mjög ánægður með það að hafa skrifað undir nýjan samning við Selfoss og ég hlakka til að taka næsta skref með liðinu. Leikmennirnir voru ótrúlegir í allt sumar þrátt fyrir erfitt og öðruvísi sumar. Þetta er frábært lið og það sama má segja um fólkið í kringum liðið,” sagði Dean eftir undirskriftina í dag.

„Það eru spennandi tímar framundan í fótboltanum á Selfossi. Við erum að fá nýja höll og glænýtt gervigras þannig aðstaðan er að verða betri og leikmennirnir hjá félaginu fá tækifæri til þess að verða enn betri,“ sagði Dean ennfremur.

Dean tók við Selfossliðinu um mitt sumar árið 2018 en liðið var þá í fallbaráttu og féll um haustið niður í 2. deild. Við tók tímabil sumarið 2019 þar sem liðið var hársbreidd frá því að fara aftur upp í 1. deildina en Selfyssingum tókst ætlunarverk sitt í sumar og eru komnir aftur upp.

Fyrri greinSmit í Sunnulækjarskóla – 34 í sóttkví
Næsta greinSóknarhugur og seigla í sunnlenskri ferðaþjónustu