Hlaupið á milli jökla

Nærri þrjúhundruð erlendir keppendur af fjölmörgum þjóðernum, munu í ágúst taka þátt í keppninni Racing the Planet, en um er að ræða hlaup frá Kerlingafjöllum, um Suðurland og með ströndinni suður til Bláa lónsins.

Keppni þessi hefur farið fram í fáeinum löndum á undanförnum árum og nýtur vaxandi vinsælda. Þrír Íslendingar eru skráðir til leiks, en tveir þeirra eru búsettir í Hong Kong.

Forsvarsmenn keppninnar óskuðu eftir formlegu leyfi frá sveitarstjórn Hrunamannahrepps til að hefja hlaupið í Kerlingafjöllum. „Það var auðsótt,“ segir Jón Valgeirsson, sveitarstjóri. „Við fengum erindi frá þessum aðilum og gáfum þeim auðvitað þetta leyfi,“ segir Jón.

„Okkur finnst þetta bara spennandi og þetta sýnir í raun hvað Ísland er orðið mikið aðdráttarafl.“

Fyrri greinHreiðar Ingi staðartónskáld sumarsins
Næsta grein100 ára afmælishátíð