Hlynur á nýju vallarmeti

Hlynur Geir Hjartarson, GOS, sigraði í höggleik á nýju vallarmeti á GOS-Landsbanka mótinu á Svarfhólsvelli sl. laugardag.

Hlynur lék hringinn á 70 höggum en næstur honum kom Gylfi B. Sigurjónsson á 76 höggum, eins og Rafn Jóhannesson sem varð þriðji.

Í punktakeppni sigraði Símon Logi Héðinsson á 38 punktum, Ragnar Guðjónsson var á 35 punktum og Halldór Morthens sömuleiðis.

Einnig var sveitakeppni á milli liða en átta efstu töldu og var það GOS sem sigraði.

Veðrið var ekki upp á sitt besta, frekar kalt og töluvert rok, en keppendur létu það ekki á sig fá og komu inn með gott skor.

Fyrri greinHafa þrefaldað starfsmannafjöldann
Næsta greinFjóla sigraði í tveimur greinum