Hlynur Geir Hjartarson, GOS, varð annar í karlaflokki á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina.
Hlynur lék best allra í dag, á 65 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins. Þar með tryggði hann sér annað sætið, einu höggi á eftir Þórði Rafni Gissurarsyni og einu höggi á undan Haraldi Franklín Magnús.
Hlynur lék fyrsta hringinn á 74 höggum, annan á 71 höggi og þriðja á 65 höggum. Samtals lék hann því á 210 höggum eða á pari vallarins.