Hlynur Geir annar í holukeppninni

Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni sem lauk í gær á Leirdalsvelli í Garðabæ.

Hlynur sigraði Birgi Leif Hafþórsson í undanúrslitum, 1/0. Allt var jafnt fyrir lokaholuna en Hlynur hafði betur á lokaholunni og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.

Þar tapaði Hlynur 2/0 fyrir Haraldi Franklín Magnús, GR. Hlynur og Haraldur voru jafnir þar til á 16. braut þar sem Hlynur tapaði holu eftir að hafa slegið út fyrir vallarmörk.

„Ég kom sjálfum mér á óvart. Ég hélt að ég væri í engu formi en er greinilega í fínu formi. Það er einhver meðbyr með mér. Þetta voru hörkuleikir í [gær]. Ég er langt undir pari á þessum hringjum. Það var átak að vinna Bigga enda er hann langbesti kylfingur landsins,“ sagði Hlynur Geir í samtali við kylfingur.is.

Mótið var hluti af Eimskipsmótaröðinni og þar hefur Hlynur nú forystu með 3.865 stig en Haraldur Franklín kemur næstur með 3266 stig. Andri Már Óskarsson, Golfklúbbi Hellu, er í 12. sæti með 1.512 stig.

Fyrri greinErlendur ferðamaður lést í Landmannalaugum
Næsta greinHafþór veiddi fyrsta laxinn