Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, varð um helgina Íslandsmeistari 35 ára og eldri í golfi.
Íslandsmót +35 í golfi fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi sem lauk í gær í Grafarholti í Reykjavík. Keppnisrétt höfðu þeir kylfingar sem fæddir eru á árinu 1984 eða fyrr.
Hlynur Geir varð í 12.-13. sæti á Íslandsmótinu. Hann byrjaði frábærlega og var í 1. sæti eftir fyrsta keppnisdag af fjórum en gaf eftir á síðasta hringnum í dag. Hann varð samt sem áður efstur kylfinga 35 ára og eldri og því Íslandsmeistari í þeim flokki. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fagnar þessum titli.
Þetta er í tuttugasta sinn sem keppt eru um Íslandsmeistaratitila í karla – og kvennaflokki 35 ára og eldri.