Hlynur Geir Hjartarson var valinn kylfingur ársins hjá Golfklúbbi Selfoss á aðalfundi félagsins sem haldinn var í golfskálanum á Svarfhóli í gærkvöldi.
Hlynur varð stigameistari GSÍ 2012, einnig setti Hlynur vallarmet í Meistaramóti GOS, 62 högg, og einnig mótsmet meistaramótsins eða 19 högg undir pari á fjórum hringjum.
Á aðalfundi Golfklúbbs Selfoss er hef fyrir því að veita viðurkenningu fyrir kylfing ársins, efnilegasta kylfinginn, mestu lækkun forgjafar og Háttvísisbikar GSÍ sem var gefin af Golfsambandi Íslands til GOS á 40 ára afmæli klúbbsins 2001.
Alexandra Eir Grétarsdóttir var valin efnilegasti kylfingur GOS 2012. Alexandra hefur náð miklum framförum og árangri í sumar, sigraði t.d á áskorendamótaröð GSÍ 2012 og varð klúbbmeistari GOS.
Alexandra fékk einnig bikar fyrir mesta lækkun forgjafar fyrir árið 2012 en hún lækkaði úr forgjöf 26,4 í 13,2 eða 12,9 högg sem er frábært. Alexandra er hluti af Framtíðarhóp GOS.
Þá fékk Símon Leví Héðinsson Háttvísisbikar GSÍ, en Símon hefur náð miklum framförum í sumar og er sannur heiðursmaður á golfvelli.