Hlynur og Herbert sigruðu

Hlynur Geir Hjartarson, GOS, hélt áfram að bæta vallarmetið á Svarfhólsvelli þegar hann sigraði opna ECCO-Skóbúð Selfoss golfmótið í gær.

Hlynur sigraði höggleikinn á 67 höggum og bætti fyrra vallarmet sitt um þrjú högg.

Í punktakeppninni sigraði Herbert Viðarsson, GOS, á 39 punktum. Hlynur Geir var annar með 37 punkta, eins og Helgi Hjartarson, GOS, sem var í 3. sæti.

Nándarverðlaun voru veitt á þremur holum. Samúel Smári Hreggviðsson, GOS, var 3,57 m frá 3. holu, Hlynur Geir 3,31 m frá 4. holu og Gylfi B. Sigurjónsson, GOS, 7,13 m frá 7. holu.

56 keppendur tóku þátt í mótinu og veðrið lék marga grátt enda töluverður vindur og rigning.

Fyrri greinLeitað að hlaupara á Rangárvöllum
Næsta greinMaðurinn fannst látinn