Hamar tapaði naumlega fyrir ÍA á útivelli í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar hafði ÍA sigur, 104-103.
Leikurinn var í járnum allan tímann en Hamar leiddi í leikhléi, 44-45. Hamar náði sjö stiga forskoti í upphafi 4. leikhluta en ÍA komst yfir, 87-86, þegar 59 sekúndur voru eftir. Hamar komst aftur yfir en ÍA jafnaði 90-90 með þriggja stiga flautukörfu og tryggði sér framlengingu.
ÍA hafði frumkvæðið í framlengingunni en Hamar var aldrei langt undan. Lokakaflinn var æsispennandi og ÍA tryggði sér eins stigs sigur með körfu af vítalínunni þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum.
Björn Ásgeir Ásgeirsson fór mikinn fyrir Hamar í kvöld, skoraði 32 stig og Jaeden King skoraði 23.
ÍA hefur nánast tryggt sér sigur í deildinni og sæti í efstu deild þegar þrjár umferðir eru eftir. ÍA er í toppsætinu með 32 stig en Hamar í 3. sæti með 26 stig.
ÍA-Hamar 104-103 (22-22, 22-23, 26-23, 20-22, 14-13)
Tölfræði Hamars: Björn Ásgeir Ásgeirsson 32/5 stoðsendingar, Jaeden King 23/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 17/9 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Sigmar Kristjánsson 12, Lúkas Aron Stefánsson 10/6 fráköst, Egill Þór Friðriksson 5, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/6 fráköst.