Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir frá Uxahrygg á Rangárvöllum er meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2010.
Í viðtali við Hólmfríði í Sunnlenska fréttablaðinu í dag lýsir hún því hvernig markmið hennar og draumar hafa ræst en hún er lykilmaður í einu sterkasta liði bandarísku atvinnukvennadeildarinnar í knattspyrnu, Philadelphia Independence.
Íþróttamaður ársins 2010 verður útnefndur þann 5. janúar n.k. á árlegu hófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ. Að þessu sinni er kosið um nafnbótina í 55. sinn, en hana hlaut Vilhjálmur Einarsson fyrstur allra árið 1956.
Listi tíu efstu í stafrófsröð:
Alexander Petersson, handknattleiksmaður
Arnór Atlason, handknattleiksmaður
Aron Pálmarsson, handknattleiksmaður
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona
Hlynur Bæringsson, körfuboltamaður
Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrnukona
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona
Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona
Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður.