Fyrri hluti Íslandsmótsins í hópfimleikum verður haldið í Iðu á Selfossi í dag og hefst kl. 10:30. Fimleikadeild Umf. Selfoss er mótshaldari og verður umgjörð mótsins glæsileg að vanda.
Mótið hefst á úrslitum í landsreglum 1. deild og í 2. flokki Teamgym. Kl. 14:00 hefst keppni í úrvaldsdeild 1. flokki og meistaraflokki. Þar keppa bestu lið landsins í elsta aldursflokki, kvennalið Selfoss, Gerplu og Stjörnunnar auk karlaliðs frá Gerplu.
Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari á Selfossi, sagði í samtali við sunnlenska.is að áhorfendur eigi von á spennandi keppni og glæsilegum stökkum. „Lið Gerplu er sérflokki, en ef að líkum lætur mun keppnin um annað sætið standa á milli Selfoss og Stjörnunnar,“ segir Olga.
Mótið er eitt af þremur mótum sem telja vegna úrtöku fyrir Evrópumót seniora sem haldið verður í Svíþjóð næsta haust. Tvö efstu liðin að loknum þremur mótum munu keppa fyrir hönd Íslands á mótinu.