Selfoss tapaði 69-74 þegar topplið Hattar kom í heimsókn í Gjánna í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.
Leikurinn var jafn framan af en í 2. leikhluta tóku Selfyssingar af skarið og leiddu í leikhléi, 39-30.
Selfoss hélt forystunni allan 3. leikhluta en Höttur komst yfir, 55-56, í upphafi þess fjórða.
Lokakaflinn var spennandi, Selfoss leiddi 65-63 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá gerði Höttur 9-2 áhlaup og breytti stöðunni í 67-72 þegar 45 sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Selfyssingum ekki til að svara fyrir sig og Hattarmenn héldu glaðir af velli.
Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig en Höttur er á toppnum með 38 stig.
Tölfræði Selfoss: Christian Cunningham 19/19 fráköst, Maciek Klimaszewski 12/4 fráköst, Kristijan Vladovic 12/6 stoðsendingar, Alexander Gager 11/4 fráköst, Arnór Bjarki Eyþórsson 5/5 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 1.