HSK mótið í tvímenningi í bridds var haldið í Karlakórsheimilinu á Selfossi fimmtudaginn 2. janúar síðastliðinn. Spiluð voru 36 spil, það er níu umferðir með fjórum spilum í hverri umferð.
Björn Snorrason og Höskuldur Gunnarsson urðu HSK meistarar með skor upp á 58,5%. Í öðru sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Runólfur Þór Jónsson með 56,5% skor og bronsið hlutu Gunnar B. Helgason og Hrannar Erlingsson með 55,4% skor.