Knattspyrnukonan Hrafnhildur Hauksdóttir frá Hvolsvelli hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.
Hrafnhildur kemur til Vals frá Selfossi þar sem hún hefur þegar spilað 68 meistaraflokksleiki á undanförnum árum. Hrafnhildur á 21 landsleiki með U-17og U-19 að baki og lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári.
„Valur er einn af stóru klúbbunum á landinu og þegar ég var að alast upp var kvennaliðið langbest á landinu. Valur er með langa sögu og ég hlakka mikið til að taka þátt í henni. Þjálfararnir eru með mikinn metnað og vilja ná miklu út úr hverri æfingu en leggja samt upp með því að hafa gaman. Stelpurnar eru miklir meistarar og það skemmir ekki fyrir að fá að spila með systur minni og frænkum,“ segir Hrafnhildur á heimasíðu Vals.