Íslandsmótið í póker hófst á Hótel Örk í Hveragerði í gærkvöldi en í ár keppa 214 leikmenn á mótinu.
Nokkrir Sunnlendingar taka þátt í mótinu og eftir fyrsta dag er Selfyssingurinn Hrannar Eysteinsson efstur þeirra en skammt þar á eftir kemur Ölfusingurinn Víðir Freyr Guðmundsson.
214 leikmenn hófu leik og að lokinni spilamennsku fyrsta dags, kl. 1 í nótt var 151 leikmaður eftir.
Keppni hefst aftur í dag kl. 12 og verður leikið í tólf stundir. Á morgun hefst keppni einnig kl. 12 og þá verður leikið til þrautar. Efstu 21 keppendurnir fá peningaverðlaun og sigurvegari mótsins fær 3,2 milljónir króna í sinn hlut.