Hraunar Karl til liðs við Þór

Þorlákshafnar-Þórsarar hafa samið við Hraunar Karl Guðmundsson um að leika með liðinu í vetur í Dominos deildinni í körfubolta.

Hraunar Karl er fæddur 1991 og kemur frá Breiðablik en hann er 193 cm bakvörður/framherji.

Hraunar lék með KFÍ í Dominos deildinni tímabilið 2013-2014 en var svo með Breiðablik síðari hluta síðasta tímabils, en þar er hann uppalinn og hóf einmitt meistaraflokksferilinn árið 2007 undir stjórn Einars Árna, núverandi þjálfara Þórs, í Kópavoginum.

Stjórn og þjálfarar fagna komu Hraunars og hlakka til samstarfsins.

Fyrri greinSvifflugvél nauðlenti á Þrengslavegi
Næsta greinKristín valin í landsliðið í fyrsta sinn