Hreinn Heiðar á NM unglinga

Hreinn Heiðar Jóhannsson, hástökkvari úr Umf. Laugdæla, hefur verið valinn í landslið Íslands í frjálsum sem keppir á NM 19 ára og yngri 3.-4. september í Kaupmannahöfn.

Hreinn Heiðar keppti á sama móti í fyrra en þá var það haldið á Akureyri. Þar stökk hann 1,93 m sem var 1 sm frá hans besta árangri.

Í ár hefur Hreinn bætt sig og stokkuð 1,95 m og verður spennandi að sjá hvað hann gerir á mótinu í Kaupmannahöfn.

Þess má geta á Hreinn Heiðar keppti einnig með A-landsliði Íslands í Evrópukeppni landsliða sem haldin var á Laugardalsvelli í sumar.

Fyrri greinDópaður undir stýri
Næsta greinDeilt um vegavinnu í uppsveitunum