Hrunamenn fundu ekki taktinn

Kent Hanson skoraði 26 stig fyrir Hrunamenn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hrunamenn töpuðu 73-87 í mikilvægum leik gegn Skallagrími í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, þegar liðin mættust á Flúðum.

Gestirnir höfðu undirtökin stærstan hluta leiksins og leiddu í leikhléi, 39-49. Hrunamönnum gekk illa að finna taktinn í upphafi seinni hálfleiks og gestirnir gengu á lagið og tryggðu sér sigurinn.

Clayton Ladine var Hrunamönnum mikilvægur, hann skoraði 20 stig og tók 11 fráköst en stigahæstur var Karlo Lebo með 26 stig og 8 fráköst.

Hrunamenn eru í 8. sæti deildarinnar með 8 stig en Skallagrímur í 7. sæti með 12 stig.

Tölfræði Hrunamanna: Karlo Lebo 26/8 fráköst, Clayton Ladine 20/8 fráköst/11 stoðsendingar, Kent Hanson 15/4 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 10/6 fráköst, Eyþór Orri Árnason 2.

Fyrri greinUngmennaliðið tapaði í spennuleik
Næsta greinFSu áfram í Gettu betur