Einn einn Suðurlandsslagurinn í 1. deild karla í körfubolta var í kvöld þegar Hrunamenn fengu Hamar í heimsókn á Flúðir.
Heimamenn voru sterkari í leiknum og lögðu grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 53-37. Hamar minnkaði muninn í 3. leikhluta en Hrunamenn kláruðu leikinn af öryggi í 4. leikhluta og sigruðu 98-80. Yngvi Freyr Óskarsson átti stórleik fyrir Hrunamenn, skoraði 30 stig og tók 14 fráköst og Clayton Ladine skoraði 25 stig og sendi 13 stoðsendingar. Hjá Hamri var Björn Ásgeirsson stigahæstur með 22 stig.
Selfoss fékk Álftanes í heimsókn í Gjánna. Gestinir voru sterkari í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur Selfyssinga var heldur stirður. Staðan í leikhléi var 27-42. Forskot gestanna hélst svipað fram eftir seinni hálfleik en undir lokin nálguðust Selfyssingar nokkuð, án þess þó að ná að brúa bilið. Lokatölur urðu 74-83.
Eftir níu umferðir eru Hrunamenn og Selfoss með 8 stig um miðja deild en Hamar er í næst neðsta sæti með 4 stig.