Hrunamenn unnu sinn fyrsta leik í 1. deild karla í körfubolta í vetur þegar ÍA kom í heimsókn á Flúðir í kvöld. Selfoss og Hamar töpuðu sínum leikjum.
Leikur Hrunamanna og ÍA var jafn og spennandi allan tímann. Hrunamenn leiddu 54-50 í hálfleik og höfðu að lokum 106-101 sigur. Kent Hanson fór mikinn hjá Hrunamönnum, skoraði 43 stig og tók 20 fráköst.
Selfoss fékk Hött í heimsókn í Gjánna og tapaði 87-104. Staðan í hálfleik var 38-41 og gestirnir bættu enn frekar í í seinni hálfleik. Trevon Evans var með flottar tölur fyrir Selfoss, 38 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar.
Það gengur illa hjá Hamri í upphafi tímabils en liðið hefur tapað báðum leikjum sínum, í kvöld 86-71 gegn Álftanesi á útivelli. Heimamenn náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik, sem Hamri tókst ekki að vinna upp. Staðan í hálfleik var 46-28. Dareial Franklin var stigahæstur hjá Hamri með 26 stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
Sunnlensku liðin eru um miðja töflu og neðar eftir tvær umferðir. Selfoss í 5. sæti deildarinnar, Hrunamenn í 7. sæti og Hamar í 9. sæti.
Tölfræði Hrunamanna: Kent Hanson 43/20 fráköst, Clayton Ladine 19/10 stoðsendingar, Karlo Lebo 13/4 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 11/8 fráköst, Eyþór Orri Árnason 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þórmundur Smári Hilmarsson 7, Orri Ellertsson 2.
Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 26/8 fráköst, Kristijan Vladovic 16/14 fráköst/6 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 12/7 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 10/4 fráköst, Sigurður Dagur Hjaltason 3/5 fráköst, Haukur Davíðsson 2/4 fráköst, Maciek Klimaszewski 2.
Tölfræði Selfoss: Trevon Evans 38/8 fráköst/9 stoðsendingar, Gasper Rojko 23/11 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 14/10 fráköst, Vito Smojer 7/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 3, Ísar Freyr Jónasson 2.