Hrunamenn töpuðu stórt þegar þeir heimsóttu topplið Hauka í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur á Ásvöllum urðu 112-76.
Haukar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 49-41. Í 3. leikhluta tóku Haukar svo öll völd á vellinum og að honum loknum var staðan orðin 84-59. Munurinn jókst enn frekar í 4. leikhluta og að lokum skildu 36 stig liðin að.
Clayton Ladine var stigahæstur Hrunamanna með 19 stig og Karlo Lebo skoraði 12.
Hrunamenn eru í 6. sæti deildarinnar með 4 stig en Haukar í toppsætinu með 10 stig.
Tölfræði Hrunamanna: Clayton Ladine 19/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Kent Hanson 18, Karlo Lebo 12/7 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 9, Orri Ellertsson 8, Hringur Karlsson 3, Eyþór Orri Árnason 3, Óðinn Freyr Árnason 2, Þórmundur Smári Hilmarsson 2.