Hrunamenn og Selfoss töpuðu leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.
Hrunamenn heimsóttu Breiðablik í Kópavoginn og eftir jafnan 1. leikhluta tóku heimamenn völdin. Staðan var 53-47 í leikhléi en Blikar gerðu út um leikinn í 3. leikhluta, þar sem Hrunamenn skoruðu aðeins 9 stig og í upphafi 4. leikhluta var staðan orðin 84-56. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Blika sem juku forskotið enn frekar í 4. leikhluta og sigruðu 113-75.
Corey Taite var bestur í liði Hrunamanna með 26 stig og 7 stoðsendingar og Karlo Lebo skoraði 19 stig og tók 12 fráköst.
Á Álftanesi mættust Álftanes og Selfoss. Sá leikur var lengst af jafn, Álftnesingar höfðu þó frumkvæðið lengst af en staðan var 36-32 í leikhléi. Það var ekki fyrr en í 4. leikhluta að línur fóru að skýrast. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 68-57 og Selfyssingum gekk illa að finna körfuna á lokakaflanum. Álftanes lauk leiknum á 16-5 áhlaupi og lokastaðan varð 84-67.
Arnór Bjarki Eyþórsson var stigahæstur Selfyssinga með 17 stig og Terrence Motley skoraði 15 auk þess sem hann tók 9 fráköst.
Hrunamenn eru í 6. sæti deildarinnar með 4 stig en Selfoss er í 8. sæti með 2 stig.
Tölfræði Hrunamanna: Corey Taite 26/6 fráköst/7 stoðsendingar, Karlo Lebo 19/12 fráköst, Eyþór Orri Árnason 11, Halldór F. Helgason 9, Aron Ernir Ragnarsson 3, Orri Ellertsson 2, Páll Magnús Unnsteinsson 2, Óðin Freyr Árnason 2, Þórmundur Smári Hilmarsson 1/7 fráköst.
Tölfræði Selfoss: Arnór Bjarki Eyþórsson 17, Terrence Motley 15/9 fráköst, Kristijan Vladovic 11/6 fráköst, Aljaz Vidmar 10/6 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 7/11 fráköst, Gunnar Steinþórsson 3, Ari Gylfason 2, Owen Young 1, Svavar Ingi Stefánsson 1.