Hrunamenn töpuðu heima

Hrunamenn tóku á móti Kormáki/Hvöt í hörkuleik í 4. deild karla í knattspyrnu í dag á Flúðavelli.

Gestirnir komust yfir á 21. mínútu og bættu öðru marki við þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Staðan var 0-2 í leikhléi og baráttan hélt áfram í síðari hálfleik. Hrunamönnum tókst ekki að nýta sóknir sínar en það gerðu gestirnir hins vegar á lokakaflanum. Kormákur/Hvöt skoraði tvívegis á síðustu fjórum mínútunum og sigraði 0-4.

Hrunamenn eru í 7. sæti C-riðils með 2 stig en Kormákur/Hvöt er í 2. sæti með 21 stig.

Fyrri greinSigurmark Þórsara í uppbótartíma
Næsta greinLeit frestað um sinn