Hrunamenn töpuðu gegn botnliðinu

Clayton Ladine náði þrefaldri tvennu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hrunamenn urðu fyrsta liðið til þess að tapa fyrir botnliði ÍA í 1. deild karla í körfubolta í vetur en liðin mættust á Akranesi í kvöld.

Skagamenn skoruðu fyrstu átta stig leiksins og höfðu forystuna allan leikinn. Hrunamenn voru aldrei langt undan en náðu aldrei að gera áhlaup og taka forystuna. Staðan í hálfleik var 46-38.

Clayton Ladine lék vel fyrir Hrunamenn, skoraði 20 stig, stal 10 boltum og tók 7 fráköst. Það dugði ekki til í kvöld.

Staða liðanna er óbreytt á töflunni. Hrunamenn eru í 8. sæti með 8 stig og ÍA er á botninum, nú með 2 stig.

Tölfræði Hrunamanna: Clayton Ladine 20/7 fráköst/5 stoðsendingar/10 stolnir, Karlo Lebo 13/13 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 12, Orri Ellertsson 7, Hringur Karlsson 7/4 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 5, Páll Magnús Unnsteinsson 4, Kristófer Tjörvi Einarsson 2.

Fyrri greinElín og Bjarni fengu menningarviðurkenningu Árborgar 2021
Næsta greinLoftorka bauð lægst í Ölfusveg um Varmá