Hrunamenn og Hamar töpuðu leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.
Hrunamenn heimsóttu Sindra á Hornafjörð í jöfnum og spennandi leik. Hamar leiddi í hálfleik, 44-49, en Sindramenn komust yfir í 3. leikhluta. Það voru sveiflur og spenna í 4. leikhluta, Hamar var skrefinu á undan til að byrja með en þá kom áhlaup frá Sindra, sem jafnaði og komst yfir, 85-78. Hamar skoraði síðustu fimm stigin í leiknum en tíminn var of naumur og lokatölur urðu 85-83. Clayton Ladine var með þrefalda tvennu fyrir Hrunamenn, skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og sendi 10 stoðsendingar. Kent Hanson fór sömuleiðis mikinn, skoraði 36 stig og tók 9 fráköst.
Í Hveragerði var Höttur í heimsókn. Gestirnir gerðu nánast út um leikinn í 1. leikhluta og leiddu eftir hann, 13-40. Hamar lagaði vörnina í 2. leikhluta og staðan var 30-46 í hálfleik. Nær komust Hvergerðingar ekki, Höttur hafði undirtökin í seinni hálfleik og jók forskotið hressilega á lokakaflanum. Lokatölur urðu 63-98. Alfonso Birgir Gomez var stigahæstur hjá Hamri með 17 stig.
Staðan í deildinni er þannig að Hrunamenn eru í 8. sæti með 20 stig og Hamar er í 9. sæti með 8 stig.
Tölfræði Hrunamanna: Kent Hanson 36/9 fráköst/5 stoðsendingar, Clayton Ladine 27/10 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Kristófer Tjörvi Einarsson 9/5 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 9/6 fráköst, Þórmundur Smári Hilmarsson 2, Eyþór Orri Árnason 6 fráköst.
Tölfræði Hamars: Alfonso Birgir Gomez 17/4 fráköst, Dareial Franklin 13, Benoný Svanur Sigurðsson 13/5 fráköst, Maciek Klimaszewski 9/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 7/16 fráköst/6 stoðsendingar, Mikael Rúnar Kristjánsson 4, Daníel Sigmar Kristjánsson 5 fráköst.