Hrunamenn töpuðu stórt

Karlo Lebo skoraði 29 stig fyrir Hrunamenn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hrunamenn töpuðu stórt þegar keppni hófst í 1. deild karla í körfubolta í dag. Hrunamenn heimsóttu Hött á Egilsstaði.

Hattarmenn höfðu frumkvæðið frá upphafi og lögðu síðan grunninn að sigrinum með frábærum kafla í 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 62-35. Höttur sýndi Hrunamönnum enga miskunn í seinni hálfleiknum og bætti jafnt og þétt við forskotið. Lokatölur urðu 120-63.

Karlo Lebo var allt í öllu hjá Hrunamönnum, skoraði 21 stig og tók 8 fráköst og Eyþór Orri Árnason var sömuleiðis öflugur á báðum endum vallarins.

Tölfræði Hrunamanna: Karlo Lebo 21/8 fráköst, Eyþór Orri Árnason 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Óðinn Freyr Árnason 8, Yngvi Freyr Óskarsson 7/5 fráköst, Orri Ellertsson 6, Hringur Karlsson 5, Aron Ernir Ragnarsson 2, Þórmundur Smári Hilmarsson 2, Kristófer Tjörvi Einarsson 2, Páll Magnús Unnsteinsson 1/4 fráköst.

Fyrri greinÞórhallur kvaddur eftir farsælt starf
Næsta greinFyrstu tölur: Framsókn bætir við sig manni