Hrunamenn unnu góðan sigur á Skallagrími í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Á sama tíma tapaði Hamar gegn Sindra og Selfoss laut í parket gegn toppliði Hauka.
Það var hart barist í Borgarnesi þar sem Skallagrímur og Hrunamenn mættust. Munurinn var lítill á liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu í leikhléi, 49-46. Þegar leið í 3. leikhluta sigu Hrunamenn framúr og þeir gerðu svo út um leikinn með frábæru 18-4 áhlaupi í upphafi 4. leikhluta og þá var staðan orðin 71-88. Eftir það var héldu Hrunamenn Borgnesingum í þægilegri fjarlægð og sigruðu að lokum 86-98. Clayton Ladine var virkilega sprækur hjá Hrunamönnum í kvöld, skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og sendi 8 stoðsendingar.
Hamar tók á móti Sindra í Hveragerði og þar fóru gestirnir langt með leikinn í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 36-56. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Sindri jók forskotið undir lokin og lokatölur urðu 75-102. Björn Ásgeir Ásgeirsson var atkvæðamestur hjá Hamri með 24 stig og 5 fráköst.
Það var hörkubarátta í leik Selfoss og toppliðs Hauka, þar til á lokakaflanum að Haukar stungu af. Selfoss byrjaði betur í leiknum en Haukar komust yfir fyrir leikhlé, 44-53. Þriðji leikhlutinn var jafn en undir lok hans og í upphafi þess fjórða gerðu Haukar 20-2 áhlaup og breyttu stöðunni í 64-89. Selfoss átti ekki afturkvæmt eftir það og Haukar sigruðu að lokum 77-104. Gasper Rojko var stigahæstur Selfyssinga með 28 stig og 8 fráköst og Trevon Evans átti sömuleiðis góðan leik með 17 stig og 11 stoðsendingar.
Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 22 stig, Hrunamenn í 8. sæti með 18 stig og Hamar í 9. sæti með 8 stig.
Tölfræði Hrunamanna: Clayton Ladine 26/9 fráköst/8 stoðsendingar, Karlo Lebo 22/10 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Óðinn Freyr Árnason 15, Kent Hanson 10/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Tjörvi Einarsson 8, Þórmundur Smári Hilmarsson 2/5 fráköst.
Tölfræði Hamars: Björn Ásgeir Ásgeirsson 24/5 stoðsendingar, Dareial Franklin 23/6 fráköst, Alfonso Birgir Gomez 6/4 fráköst, Benoný Svanur Sigurðsson 5, Maciek Klimaszewski 5, Mikael Rúnar Kristjánsson 5, Arnar Dagur Daðason 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 3, Daníel Sigmar Kristjánsson 5 fráköst.
Tölfræði Selfoss: Gasper Rojko 28/8 fráköst, Trevon Evans 17/11 stoðsendingar, Gerald Robinson 10/5 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 9, Vito Smojver 7, Ísar Freyr Jónasson 6.