Lið HSK varð í fjórða sæti í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands sem fram fór á Akureyri um helgina. HSK fékk 124,5 stig og var 3,5 stigum á undan Breiðabliki. ÍR sigraði með 184 stig.
Fjóla Signý Hannesdóttir sigraði í 100 m grindahlaupi í dag á 14,29 sek en meðvindur var of mikill til að tíminn komist í metaskrár. Þá varð hún önnur í 800 m hlaupi á 2:26,70 mín.
Kristinn Þór Kristinsson sigraði í 800 m hlaupi á 2:10,41 m og Haraldur Einarsson varð annar í þrístökki, stökk 13,83 m.
Dagur Fannar Magnússon varð þriðji í sleggjukasti, kastaði 43,27 metra og Ólafur Guðmundsson varð þriðji í kringlukasti, með 40,70 m kast.
Þá varð kvennasveit HSK í þriðja sæti í 1.000 m boðhlaupi á 2:21,38 mín.