HSK met hjá Degi Fannari

Þrír keppendur úr æfingahópi Meistaraflokks Selfoss kepptu á Vorkastmóti Ármanns þann 29. maí sl.

Dagur Fannar Magnússon bætti eigið HSK met í flokki 18-19 ára pilta um 2,41 m með 6 kg sleggju er hann kastaði sleggjunni 47,18 m og sigraði.

Eva Lind Elíasdóttir sigraði í kúluvarpi með 10,34m og hún lenti í öðru sæti í spjótkasti með 25,93 m.

Að lokum kastaði Guðmundur Kristinn Jónsson 700 gr spjótinu 44,96 m í flokki 16-17 ára og hafnaði í öðru sæti.

Fyrri greinSelfoss fékk KR
Næsta greinHalldór hlaut menningarverðlaunin