Andri Már Óskarsson, Umf. Selfoss, bætti HSK-metið í 60 metra grindahlaupi í flokki 11 ára stráka á Minningarmóti Ólivers sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi.
Andri Már hljóp á 50 cm grindur á tímanum 10,95 sek. Hann bætti þar með eigið héraðsmet í greininni í þessum aldursflokki og bætti sig um 0,27 sekúndur.
Andri Már sigraði í þremur greinum á Minningarmóti Ólivers, auk þess sem hann vann þrenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á mótinu. Anna Metta systir hans keppti líka á mótinu og sigraði í fimm greinum.
Þriðji Sunnlendingurinn á mótinu var Egill Atlason Waagfjörð, Umf. Kötlu, sem sigraði í langstökki pilta 16 ára og eldri með stökk upp á 6,23 m.