Rúmlega 1,3 milljón króna hagnaður varð á rekstri Héraðssambandsins Skarphéðins á síðasta ári og er sambandið skuldlaust.
Héraðsþing HSK er haldið í Aratungu í dag og í morgun flutti stjórn sambandsins skýrslu sína fyrir árið 2012.
Tekjur Skarphéðins á síðasta ári voru tæpar 50,5 milljónir króna en gjöldin rúmar 49,4 milljónir. Hagnaður ársins var því rúmar 1,3 milljónir króna. Gríðarleg veltuaukning varð hjá sambandinu á milli ára vegna Unglingalandsmótsins á Selfossi.
Fundarmenn voru mjög ánægðir með rekstrarniðurstöðu ársins en sambandið er skuldlaust og eigið fé þess er rúmar 15,5 milljónir króna.