Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu að Laugalandi í Holtum um síðustu helgi. HSK sigraði í öllum fjórum keppnisflokkunum og náði að auki í tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
A sveit telpna 12-13 ára varð Íslandsmeistari í sveitaglímunni. Í sveitinni voru Rósa Kristín Jóhannesdóttir, Dagný Rós Stefánsdóttir og Dórothea Oddsdóttir. B sveit HSK varð í öðru sæti, sveitina skipuðu Birgitta Saga Jónasdóttir, Svala Valborg Fannarsdóttir, Guðný Von Jóhannesdóttir og Guðný Salvör Hannesdóttir.
Jana Lind Ellertsdóttir, Sigríður Magnea Kjartansdóttir, Rakel Hjaltadóttir og Laufey Ósk Jónsdóttir voru í sigursveit HSK í flokki meyja 14 – 15 ára.
Strákar 10-11 ára unnu tvöfalt. Ólafur Magni Jónsson, Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson, Unnsteinn Reynisson og Sæþór Atlason voru í sigursveitinni. Þorsteinn Guðnason, Sindri Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson og Sindri Snær Brynjólfsson voru í silfursveitinni.
Drengirnir í flokki 14-15 ára náðu einnig verðlaunasætum. A-sveitin varð Íslandsmeistari og í sveitinni voru þeir Gústaf Sæland, Ágúst Aron Guðjónsson og Kristján Bjarni Indriðason. B-sveitin varð í þriða sæti og hana skipuðu þeir Sindri Ingvarsson, Sölvi Freyr Jónasson og Gestur Jónsson.
Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson og var þátttaka góð og keppnin spennandi.