A-lið HSK/Selfoss sigraði með yfirburðum í BIkarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands 15 ára og yngri sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina.
HSK/Selfoss-A fékk 116 stig en lið ÍR varð í 2. sæti með 77 stig. B-lið HSK/Selfoss varð í 5. sæti í stigakeppninni. HSK/Selfoss-A sigraði bæði í stigakeppninni í pilta og stúlknaflokki.
Keppendur HSK/Selfoss-A settu fimm mótsmet á mótinu, hvert öðru glæsilegra. Dagur Fannar Einarsson bætti sinn persónulega árangur og setti mótsmet þegar hann sigraði í 1.500 m hlaupi pilta á 4:42,30 mín. Hákon BIrkir Grétarsson setti mótsmet í 60 m grindahlaupi pilta, hljóp á 8,87 sek.
Eva María Baldursdóttir setti mótsmet í hástökki stúlkna þegar hún stökk 1,60 m og Hildur Helga Einarsdóttir bætti sig í kúluvarpi og setti mótsmet þegar hún sigraði með 12,37 m kasti.
Þá setti sveit HSK/Selfoss-A mótsmet í 4×200 m boðhlaupi, hljóp á 1:41,24 mín.