Hulda áfram á Selfossi

Hulda Dís Þrastardóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss / ESÓ

Hulda Dís Þrastardóttir verður áfram í herbúðum Selfoss en hún samdi á dögunum við handknattleiksdeild Selfoss.

Huldu þarf ekki að kynna fyrir Selfyssingum enda fædd og uppalin á Selfossi og búin að spila með liðinu í nokkur ár. Hún hefur verið mikilvægur hluti liðsins, bæði í vörn og sókn og skoraði m.a. 38 mörk í 23 leikjum á síðasta tímabili.

Hulda verður lykilmaður í ungu og efnilegu liði meistaraflokks kvenna í vetur og er handknattleiksdeildin gríðarlega ánægð með að Hulda skuli hafa samið við deildina.

Fyrri greinHlynur byggir upp miðstöð skapandi lista og kvikmynda á Höfn
Næsta greinEnnþá hrunhætta í Reynisfjöru