Hulda Dís Þrastardóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til þriggja ára.
Huldu þarf vart að kynna en hún er uppalin hjá félaginu og hefur verið lykilmaður í liði Selfoss undanfarin ár.
Í vetur tryggðu Selfyssingar sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili og verður spennandi að sjá Huldu með Selfossliðinu í deild þeirra bestu á nýjan leik.
