Humargleði hjá Stokkseyringum

Karlalið Stokkseyrar í knattspyrnu hóf Humarhátíðina á Hornafirði með flugeldasýningu þegar liðið lagði Ungmennafélagið Mána á Hornafirði 1-3 í 4. deildinni í kvöld.

Leikurinn var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Birkir Fannar Bragason kom Stokkseyringum í 0-1. Á 30. mínútu skoruðu Mánamenn sjálfsmark og fimm mínútum síðar skoraði Örvar Hugason þriðja mark Stokkseyringa og staðan var 0-3 í hálfleik.

Mánamenn skoruðu eina mark síðari hálfleiks á 72. mínútu og lokatölur leiksins urðu 1-3.

Með sigrinum fór Stokkseyri uppfyrir Mána á stigatöflunni og er nú með 6 stig í 5. sæti riðilsins.

Fyrri greinGrænuhlíð fékk umhverfisverðlaun
Næsta greinMinningarsteinn um brautryðjanda