Í tilefni af Vori í Árborg verður blásið til hverfaleikja um alla Árborg á laugardagskvöld.
Hverfaleikirnir eru á milli 19:30 og 21:00 en þeir eru ætlaðir börnum á aldrinum 6-12 ára. Að sjálfsögðu mega allir taka þátt og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að vera með og aðstoða liðstjóra ef þarf.
„Útileikir eru skemmtilegir og bjóða upp á fína hreyfingu og holla útivist fyrir börn. Markmið hverfaleikja eru að kenna börnum skemmtilega útileiki sem virðast heldur vera á undanhaldi s.l. ár og hvetja þau þannig til leika sér úti og stunda holla hreyfingu í sínu nærumhverfi,” segir Laufey Guðmundsdóttir, umsjónarmaður hverfaleikjanna í samtali við sunnlenska.is. Framtakið er hluti vettvangsnáms Laufeyjar Guðmunsdsdóttir sem stundar nám í Tómstunda og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands.
Ef eitthvað er óljóst varðandi hverfin eða annað í sambandi við leikina er fólki velkomið að hafa samband við Laufeyju í síma 820-1913.
Hverfi 1
Frá Eyravegi að Tryggvagötu og að Fossheiði:
Götur: Sunnuvegur, Mánavegur, Tunguvegur, Sléttuvegur, Sigtún, Lyngheiði Engjvegur, Heiðavegur, Kirkjuvegur, Þóristún og Smáratún ásamt Tryggvagötu. Leikjastöð verður á Sigtúnaflötinni, fyrir aftan Sunnuveg. Liðstjóri mættur 19.30
Hverfi 2
Bakkagötur og mýragötur í hverfi Fosslands ásamt Sóltúni, Fosstúni og Fossvegi. Leikjastöð verður á útisvæði leikskólans Árbæjar og liðstjóri verður mættur 19.30.
Hverfi 3
Móagötur og lækjargötur í landi Fosslands. Leikjastöð verður í Starmóa og liðstjóri verður mættur 19.30.
Hverfi 4
Hagahverfi eins og það leggur sig og leikjastöð verður á gæsluvellinum í Laufhaga. Liðstjórar mættir 19.30.
Hverfi 4
Engjahverfi eins og það leggur sig. Leikjastöð verður á gamla gæsluvellinum við Dælengi og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 5
Rimahverfi eins og það leggur sig. Leikjastöð verður við göngustíginn við Lóurima/Spóarima og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 6
Tjarnahverfi á Selfossi eins og það leggur sig. Leikjastöð verður við litla rólóvöllinn við Bakkatjörn og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 7
Hólahverfi á Selfossi, fyrir austan Tryggvagötu. Einnig Dísastaðaland og Suðurbyggð. Leikjastöð verður á leiksvæði Sunnulækjarskóla og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 8
Hólahverfi vestan við Tryggvagötu og að Gagnheiði. Leikjstöð verður við aparóluna við Dverghóla og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 9
Grundahverfi á Selfossi. Leikjastöð verður við fótbolta og rólóvöllinn og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 10
Holtahverfið eins og það leggur sig ásamt Merkilandi, Þórsmörk, Heiðmörk og Árvegi austan sjúkrahúss.Leikjstöð verður á gamla gæsluvellinum við Stekkholti og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 11
Vallahverfi á Selfossi eins og það leggur sig ásamt Fagurgerði, Bankavegi og Árvegi. Börn í Votmúlahverfi og Sandvíkurhreppi tilheyra þessu hverfi í Hverfaleikjum. Leikjastöð verður á skólalóð Vallaskóla og liðstjórar verða mættir 19.30
Hverfi 12
Hverfið fyrir utan Ölfusá, þ.e. Ártún, Miðtún og Jórutún. Leikjastöð verður á rólóvellinum við Miðtún og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 13
Eyrarbakki – öll hverfi ásamt Tjarnabyggð hittast á skólalóðinni við barnaskólann og liðstjórar verða mættir 19.30.
Hverfi 14
Stokkseyri – öll hverfi þar hittast við íþróttavöllinn við sundlaugina. Liðstjórar verða mættir 19.30.