Íþróttaálfurinn í óvæntri heimsókn

Íþróttaálfurinn kíkti óvænt í heimsókn á fimleikaæfingu hjá fimleikadeild Umf. Selfoss í gær og sló rækilega í gegn.

Krakkarnir í fimleikadeildinni eru að æfa fyrir jólasýningu deildarinnar sem sýnd verður þrívegis á laugardaginn. Íþróttaálfurinn mætti til að hvetja þau til dáða auk þess sem hann tók nokkrar æfingar með krökkunum.

Sýningar deildarinnar hafa verið glæsilegar og mikið sóttar. Þema sýningarinnar í ár er Fríða og dýrið og taka allir iðkendur deildarinnar þátt í sýningunum sem sýndar verða kl. 10, 12 og 13:30 á laugardag.

Forsala aðgöngumiða verður í anddyri Vallaskóla á morgun, föstudag, frá kl. 16-19.

Fyrri grein800°C hiti efst í hrauninu
Næsta greinVegleg myndasýning á risatjaldi