Íþróttamaður Flóahrepps valinn í fyrsta sinn

Flóahreppur og ungmennafélögin þrjú í hreppnum munu verðlauna íþróttamann Flóahrepps 2010 í byrjun mars.

Þetta er í fyrsta sinn sem íþróttamaður Flóahrepps er valinn og sett hefur verið á laggirnar nefnd sem mun velja þann íþróttamann sem skarað hefur framúr. Í nefndinni sitja formenn ungmennafélaganna Baldurs, Samhygðar
og Vöku ásamt fulltrúa Flóahrepps.

Áætlað er að afhenda verðlaunin í byrjun mars og sigurvegarinn fær farandbikar og peningaupphæð að launum.

Í nýjasta tölublaði Áveitunnar er leitað til sveitunga að tilnefna íþróttamenn en þeir verða að hafa skarað framúr í sinni grein á árinu og að hafa lögheimili í Flóahreppi.

Fyrri greinHættur eftir 25 ára formennsku
Næsta greinBílvelta við Hryggi