Selfyssingar lentu í kröppum dansi þegar þeir heimsóttu HK2 í Kórinn í dag í 1. deild karla í handbolta. Magnaður endasprettur tryggði Selfyssingum 24-30 sigur.
Selfyssingar byrjuðu vel og komust í 1-6 en HK2 lögðu ekki árar í bát og jöfnuðu 10-10. Heimamenn komust yfir í kjölfarið og slógu Selfyssinga alveg út af laginu en staðan var orðin 17-12 í hálfleik.
Eftir eldræðu í leikhléi girtu Selfyssingar sig í brók, skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik og jöfnuðu 17-17. Leikurinn var í járnum eftir það, allt þar til átta mínútur voru eftir en þá gerðu Selfyssingar endanlega út um leikinn með því að skora 7 mörk í röð og leiknum lauk með öruggum sigri Selfoss.
Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 7 mörk fyrir Selfoss, Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Árni Ísleifsson 4, Álvaro Mallols 3, Sölvi Svavarsson og Jason Dagur Þórisson 2 og þeir Valdimar Örn Ingvarsson, Jónas Karl Gunnlaugsson, Anton Breki Hjaltason, Hákon Garri Gestsson og Haukur Páll Hallgrímsson skoruðu allir 1 mark.
Alexander Hrafnkelsson varði 10 skot í mark Selfoss.
Selfoss er í toppsæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á undan Þór Ak sem á leik til góða. HK2 er í næst neðsta sæti með 4 stig.