Nýverið var undirritaður samstarfssamningur milli Knattspyrnufélagsins Ægis og Geo Salmo ehf en Geo Salmo verður aðalstyrktaraðili knattspyrnufélagsins til næstu ára.
Vörumerki Geo Salmo er komið á nýja keppnisbúninga Ægis, sem spila sinn fyrsta Lengjudeildarleik í kvöld á heimavelli í Þorlákshöfn kl. 19:15, þegar Fjölnir kemur í heimsókn.
„Við hjá Ægi finnum strax fyrir miklum stuðningi frá Geo Salmo sem léttir mikið undir við rekstur félagsins og við erum í skýjunum með að undirrita þennan mikilvæga samning fyrir okkar félag. Geo Salmo er nýtt fyrirtæki í sveitarfélaginu og er að hefja mikla uppbyggingu landeldisstöðvar fyrir lax. Það er frábært fólk sem er að stýra Geo Salmo, sem er tilbúið að styðja af krafti við íþróttalífið hér í Þorlákshöfn og hefur mikinn skilning á að starfið þarf alltaf mikinn stuðning, ekki síst fjárhagslegan. Við vonum að þetta samstarf okkar verði afar farsælt til næstu ára,“ segir í tilkynningu frá Ægi.