Ída snýr aftur

Ída Bjarklind Magnúsdóttir. Ljósmynd/Árni Þór Grétarsson

Ída Bjarklind Magnúsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til þriggja ára.

Ída Bjarklind er hávaxin skytta sem leikið getur bæði hægra og vinstra megin í sókninni, þá er hún öflugur varnarmaður.

Ída er uppalin á Selfossi og þar hóf hún sinn meistaraflokks feril. Eftir það lék hún með Stjörnunni og síðustu ár með Víkingum. Ída lék í gegnum öll yngri landslið og síðustu ár hefur hún verið á meðal markahæstu leikmanna Grill 66 deildarinnar.

„Við fögnum því að fá Ídu aftur heim og erum spennt að fá að sjá hana taka næstu skref í Olísdeildinni á Selfossi,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinRúmlega þriggja milljarða viðsnúningur í rekstri Árborgar
Næsta greinSelfoss aftur í deild þeirra bestu