Hamar og Njarðvík mættust í Reykjaneshöllinni í kvöld kl. 18:40 í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Njarðvík hafði sigur í fimm marka leik.
Heimamenn komust yfir þegar rúmar þrjátíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í leikhléi.
Strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks komst Njarðvík í 2-0 og þriðja mark heimamanna leit dagsins ljós þegar rúmar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
Mínútu síðar minnkaði Ingþór Björgvinsson muninn fyrir Hamar og Ísak Tómasson bætti öðru marki við á 87. mínútu. Nær komust Hvergerðingar ekki og bíða þeir því enn eftir fyrstu stigunum í riðlinum.