Selfyssingurinn Ingólfur Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hamars í knattspyrnu í 3. deildinni.
Hamar féll úr 2. deildinni í sumar undir stjórn Ágústs Örlaugs Magnússonar og Kristmars Geirs Björnssonar. Ingólfur verður spilandi þjálfari liðsins.
Ingólfur er 27 ára gamall og hefur lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu auk dvalar í herbúðum Fram og Víkings R. Þetta er fyrsta þjálfarastarf Ingólfs í meistaraflokki.