Ingvi Rafn framlengir

Ingvi Rafn Óskarsson skoraði í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Miðjumaðurinn Ingvi Rafn Óskarsson skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Fótbolti.net greinir frá þessu.

Ingvi gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið en hann kom frá nágrönnunum í Árborg og hefur leikið 19 leiki fyrir Selfoss í sumar.

Selfoss getur enn komist upp í Inkasso-deildina en liðið leikur gegn Kára í síðustu umferðinni sem verður spiluð öll á sama tíma á laugardag. Selfoss þarf að vinna sinn leik og treysta á að Leiknir eða Vestri tapi stigum.

Það er því mikil spenna fyrir lokaumferðina í 2. deildinni á laugardag og ekki er ólíklegt að Ingvi verði í eldlínunni með Selfyssingum á Akranesi.

Frétt fotbolti.net

Fyrri greinAf­söluðu sér jarðhita­rétt­ind­um var­an­lega
Næsta greinUngmennaráð vill efla sálfræðiþjónustu í grunnskólum